Færsluflokkur: Bloggar

Sölmenn dauðans komnir á kreik á ný

Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi íslendinga er til stórrar skammar fyrir Þingið og eykur ekki á virðingu þess og sem  var þó ekki beisin fyrir.

Helsta flutningsmann og málsvara þekki ég ekki en hann hefur sagt að hann væri bindindismaður.

Hann hefur sagt að frjáls sala snúist um persónufrelsi, viðskiptafrelsi, til hagræðis fyrir ríkissjóð og verði til að bæta lýðheilsu í landinu !!! Greinilegt er að þessi maður hefur sennilega aldrei séð drukkinn mann né heldur nein áhrif af áfengisdrykkju.Var hann ekki í löggunni og í hvaða deild var hann ?Hvers vegna er slíkur ágætismaður að berjast fyrir aukinni drykkju hvað er það sem segir honum að það auki lýðheilsu landans. Hvílikt endemis bull. Staðreynd mála er sú að 10% af íbúum hins vestræna heims telst vera í sjúklegum  vanda vegna neyslu áfengis/lyfja. Það sem í daglegu tali er kallað alkóhólistar. Almennt er talið  að fyrir hvern alkólista verði 5 einstaklingar fyrir áhrifum vegna þessa sjúklega ástands þar eru inni í þeim hóp börn,maki, foreldrar,vinir og starfsfélagar. Þetta sjúklega ástand fer ekki í manngreiningarályt þetta herjar á þverskurð þjóða. Allra þjóða. Samanburður við einhverjar nágrannaþjóðir styrkir ekki málstað frumvarpsflytjanda þarsem mjög  víða er nú uppi umræður um skaðsemi áfengisneyslu. Full ástæða er til að ræða málefnið hér en þá helst hvernig hægt er að draga úr drykkju og skelfilegra áhrifa á íbúa Islands


mbl.is Ögmundur dró tillögu sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur Sérstaks

Það gengur nátturulega alls ekki að sérstakur  taki illa á móti grunuðum hann á að bjóða þeim rjómapönnukökur að íslenskum sið og senda þá síðan út í sólskinið til að þeir getir afgrunast.
mbl.is Sigurjón og Elín sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of hraður akstur ??

Hafa menn aldrei  heyrt talað um hraðbrautir þar sem er ekið á 140+

Tel 109 km á klst  við bestu aðstæður varla vera frétta efni.


mbl.is 22 óku of hratt á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var ástæða strandsins

Hef verið að fylgjast með fréttum  um strandið en ekki fengið neina skýringu á því hvað hafi skeð.

Sem vélstjóri til magra ára hef ég áhuga fyrir að vita hvernig slíkt getur gerst.Talað var í  einni fréttinni um að "viðbrögð skipstjóra hefðu verið rétt" en hvað  með viðbrögð vélstjórnarmanna?

Það mátti skilja á einhverri fréttinni um málið að skipið hafi tekið allt í einu upp á því að  fara á fulla ferð afturábak og lenti við það upp í fjörunni neðan við Eyri.

Frá minni löngu vélstjóratíð veit ég að slíkt skeður ekki bara sí svona.Fyrir utan ef vél skips breytir umtakt úr " dead slow "í fulla fer það ekki framhjá neinum. Ekki einu sinni syfjuðum stýrimönnum

Ég kalla eftir skýringum á þessum undarlegheitum


mbl.is Skipstjórinn brást rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selfoss verði miðstöð flugkennslu

Fagna  því að ráðamenn Árborgar sjái tækifæri í að taka við kennsluflugi Islands.

Yfirvöld Rvk borgar eru að vinna að því augljóslega að koma allri atvinnustarfsemi úr Rvk.(nema reiðhjólaverkstæðum) það er því gleðilegt þegar aðrir sjá tækifæri til efla sínar  byggðir með aukinni atvinnustarfsemi  (nokkuð sem ekki er sýn yfirvalda Rvk)

ÁFRAM SELFOSS


mbl.is Kennsluflugið velkomið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrsta skipulagsklúðrið

Eru menn búnir að gleyma klúðrinu  vegna glerturnsins í þáverandi Borgartúni sem lokar fyrir geisla innsiglingarvita ljós í Rvk höfn.Heyrði sagt að byggingarplönin hefðu farið fyrir 18 nefndir áður en bygging hófst en engin hafði minnstu hugmynd um þetta og engin athugasemd var gerð vegna staðsetningar turnsins.Verði þessir turnar við Lindar/Skúlag restir eins og áform eru uppi um verða þeir til ævarandi skammar fyrir yfirvöld Rvk. borgar sem eru að því er virðist með mjög sterkan vilja til að klúðra skipulagi og koma allri atvinnustarfsemi úr borginni
mbl.is Verstu skipulagsmistök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa skýrt frískuldamark

Frosti er góður maður og virðist heiðarlegur spurnig hvort hann er of heiðarlegur í pólitíkina?

Vil bara segja þetta :Frosti haltu þig við sannleikann hver sem hann er.

Það hafa margir pólitíkusar  skriplað á sannleiks skötunni í pólitík.


mbl.is Talan líklega komin frá nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæta ber varúðar í þvottavélaviðgerðum

Vonandi fer maðurinn ekki illa út úr þessu.

Hef alltaf haft það sem reglu að gera aldrei við uppvottavélina án fata.

Held að það sé góð regla


mbl.is Læsti klónum í nakinn mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytt nafn um skort á hjúkrunarrými

Spítala bullið ríður ekki við einteming.

Nú heitir skortur á hjúkrunarrými fyrir aldna og langsjúka "fráflæðisvandi" 'Eg hef oft heyrt talað um fráflæði í sambandi við vatn og skólp en aldrei fólk. Lokun Vífilstaða spítala og St. Jósefs í Hf. var mjög einkennileg ákvörðun þar sem það lá fyrir að hægt væri að nota báða þessa spítala a.m.k sem legudeildir  langveikra og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Opinberir aðilar sem hafa með þessi mál að gera hafa engan vegin staðið sig í stykkinu og nær það því miður nokkuð langt aftur í tímann.Langt aftur fyrir "kreppu".Því miður hefur ekki verið mikill sómi að viðhaldi eigna eigna ríkisins almennt, kannske að upphæðin til lagfæringar Vífilstaðaspítala sé þessvegna svona há á nú að fara að mála gluggana  því samkv. viðhalds standards ríkisins mætti halda að  það væri ekki almennt gert nema tvisvar á öld Eða ekki fyrr en sveppagróðurinn fer af stað og sérfræðingarnir eru orðnir bólgnir og bláir.

Gaman væri að fá fram hvernig þessi slatti af milljónum skiptist td hveru hár er arkitektakostnaður og eftirlitskostnaður

Lengi lifi Vífilstaðir það góða hús.


mbl.is Mun kosta nokkur hundruð milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátleg byrjun á góðum fundi

Saman eru komnir  um 1700 fulltrúar stærsta flokk landsins sem er að berjast fyrir að komast til valda á Islandi. Var eiginlega að búast við einhverjum góðum tillögum um atvinnumál,peningamál,heilbrigðismál eða önnur þjóðhagsleg mál. Bágt á ég með að trúa því að allir þessir ágætu fulltrúar hafi í hjarta sínu trú á að aukin áfengisneysla bæti kjör þjóðarinnar eða hver er tilgangur þess að auka aðgengi að áfengiskaupum sem gerir lítið annað en að auka neysluna?

Skora á  Landsfundarfulltrúa að  afturkalla þessa samþykkt og snúa sér að efnahagsmálum.

 


mbl.is 18 ára megi kaupa áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ingólfur Kristmundsson

Höfundur

Ingólfur Kristmundsson
Ingólfur Kristmundsson
Vélfræðingur með langan sjómannsferil Áhugamaður um bíla aðallega ameríska Spila ekki golf, bridge, babnington né fótbolta
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband