Sölmenn dauðans komnir á kreik á ný

Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi íslendinga er til stórrar skammar fyrir Þingið og eykur ekki á virðingu þess og sem  var þó ekki beisin fyrir.

Helsta flutningsmann og málsvara þekki ég ekki en hann hefur sagt að hann væri bindindismaður.

Hann hefur sagt að frjáls sala snúist um persónufrelsi, viðskiptafrelsi, til hagræðis fyrir ríkissjóð og verði til að bæta lýðheilsu í landinu !!! Greinilegt er að þessi maður hefur sennilega aldrei séð drukkinn mann né heldur nein áhrif af áfengisdrykkju.Var hann ekki í löggunni og í hvaða deild var hann ?Hvers vegna er slíkur ágætismaður að berjast fyrir aukinni drykkju hvað er það sem segir honum að það auki lýðheilsu landans. Hvílikt endemis bull. Staðreynd mála er sú að 10% af íbúum hins vestræna heims telst vera í sjúklegum  vanda vegna neyslu áfengis/lyfja. Það sem í daglegu tali er kallað alkóhólistar. Almennt er talið  að fyrir hvern alkólista verði 5 einstaklingar fyrir áhrifum vegna þessa sjúklega ástands þar eru inni í þeim hóp börn,maki, foreldrar,vinir og starfsfélagar. Þetta sjúklega ástand fer ekki í manngreiningarályt þetta herjar á þverskurð þjóða. Allra þjóða. Samanburður við einhverjar nágrannaþjóðir styrkir ekki málstað frumvarpsflytjanda þarsem mjög  víða er nú uppi umræður um skaðsemi áfengisneyslu. Full ástæða er til að ræða málefnið hér en þá helst hvernig hægt er að draga úr drykkju og skelfilegra áhrifa á íbúa Islands


mbl.is Ögmundur dró tillögu sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingólfur !

Tek undir með þínum sjónarmiðum hér - í hvívetna.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Kristmundsson

Höfundur

Ingólfur Kristmundsson
Ingólfur Kristmundsson
Vélfræðingur með langan sjómannsferil Áhugamaður um bíla aðallega ameríska Spila ekki golf, bridge, babnington né fótbolta
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband